top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Vinasáttmáli

Updated: Sep 17, 2018

Vináttan okkar er dýrmæt, enda búin að vera góðir vinir í 11 ár, frá 2007!
Mynd úr einu fyrirpartýinu heima hjá Karli og Sólveigu

Róbert og Karl kynntust í símanum þar sem þeir unnu sama í nokkur ár. Ég var svo heppin að kynnast Sólveigu og Karli á árshátíð Símans vorið 2007. Fyrstu árin hittumst við öll nánast bara á árshátíðum Símans, nema auðvitað Róbert og Karl þar sem þeir unnu saman. Karl og Sólveig héldu fyrirpartíin í nokkur skipti fyrir árshátíðina. En myndin hér á forsíðunni er einmitt mynd sem tekin var á einni af árshátíð Símans.Bestu árshátíðir sem ég hef farið á!!!

Verð að viðurkenna að þegar Karl og Konni hættu hjá símunum, þótti mér ekki eins gaman að fara þar sem mig vantaði stelpurnar Sólveigu og Önnu.


Þegar Karl hætti að vinna hjá Símanun héldum við áfram að vera í sambandi (meira ég og Sólveig) og úr varð vinskapur sem er komin til að vera.


Við höfum haft það að hefð að fara með öðrum góðum vinum okkar Önnu og Konna í bústað einu sinni ári, kynntumst þeim einnig í gegnum Símann. Við höfum nánst farið á hverju ári í bústað síðasliðin 9 ár og auðvitað skemmt okkur konunglega.


Get ekki alveg sagt að það hafi hvarlað að mér þegar við kynnumst - að 11 árum síðar værum við að byggja okkar fyrsta hús SAMAN :)


Þegar við fórum að segja öðrum frá því að við ætluðum að byggja okkur hús saman fóru flestir að hlægja og sögðu að það yrði lítið eftir af vinnáttuni eftir svona stórar framkvæmdir SAMAN! Álagið yrði mikið og árekstrarnir margir.

Við tókum "gríninu" til okkar enda svosem sjálf búin að grínast með þetta. Við viljum enn vera vinir eftir framkvæmdirnar og helst geta búið hlið við hlið.

Eitt af því sem við ákváðum að gera rétt eins og hjón þurfa að gera er að gleyma okkur ekki í framkvæmdunum, rækta vináttuna og gera vinarsáttmála.

Í vinasáttmálanum okkar felst, að hittast að lágmarki einu sinni í mánuði og gera eitthvað saman, fara út að borða hvort sem er í hádeginu eða að kvöldi, hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Í raun gleyma því ekki að við vorum fyrst vinir - áður en við ákváðum að byggja hús saman.


En svo má ekki gleyma því að það er meira en í góðu lagi að vera ósammála, það má segja sína skoðun, það má deila og við vorum sammála um að segja frekar hlutina strax ef við værum ósátt og ekki bíða með að eitthvað myndi springa síðar á leiðinni. Ég þekki allavega engin hjón sem rífast ekki.


Annað sem mér finnst mikillvægt er að gleyma sér ekki í stoltinu sínu, ef maður veit að maður gerði mistök eða sagði eithvað sem maður hefði kannski ekki átt að segja er mikilvægt að geta viðurkennt mistökin, lært að biðja afsökunar og halda svo áfram.


Við eigum öll eftir að læra mikið á þessari reynslu og er ég mikið meira en þákklát að fá að deila henni með vinum mínum.


Tips 1: Ekki gleyma ykkur í framkvæmdum og takið minnst einn dag frá í mánuði þar sem þið gerið eitthvað allt annað en að hugsa um framkvæmdirnar, saman sem vinir & hjón.

Tips 2: Ræðið hlutina strax ef það er eitthvað sem þið eruð ósátt við.
Tips 3: Það er í lagi að deila, ekki taka því persónulega og ekki gera það persónulega og muna að svo verður að halda áfram.

Ein gömul, frá 2010, en góð af nokkrum úr vinahópnum - minnir okkur á hvað við getum skemmt okkur vel saman:  Efst frá hægri: Arna, Anna, Emilía & Robbi og Ágúst

Fyrir miðju: Karl & Sólveig

Fremst: Konni


-Emilia Christina778 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page