top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

TIMBUUUR !!

VÁ VÁ VÁ !! hvað við áttum ótrúlega skemmtilegan dag síðastliðin laugardag þegar við LOKSINS fengum að byrja á framkvæmdum. Já eftir 8 mánaða bið var ljúft að byrja !


Fyrsta skrefið var að fella skóginn í garðinum okkar. Hvorki meira né minna en 26 tré og sum engin smá smíð. Ég verð að viðurkenna verandi garðyrkjufræðingsdóttir að mér þótti alveg pínu erfitt að fella stæðstu og elstu tréin, en þau voru

Hæðst 22 metrar, 54 ára gömul grenitré.

Mjög falleg en því miður bara gróðursett á kolröngum stað. Eins og Sólveig orðaði svo vel það skiptir máli hvar tréin standa. Vonandi getum við því gróðursett falleg tré á "réttum stöðum" þegar framkvæmdunum er lokið. Okkur leið þó betur þegar við náðum að láta trén fara til góðra verka, gullregnið var tekinn í útskurð, birkið notað til að reykja (hangikjöt o.fl.) og eitthvað af greninu í kurl. Við sjálf tókum nokkra grenitrjáboli til að búa til útiborð. Við munum skrifa meira um það síðar.


Við fengum pabba minn Gylfa Markússon hjá Garðaþjónustu Gylfa að fella trén. Hann splæsti í splunkunýja sög í tilefni dagsins en gamli varð 59 ára þennan sama dag. Hlýtur að vera eftirminnilegasti afmælisdagur sem hann hefur átt.

Við splæstum líka í sög, einhverja ódýra (samt 40 þ.kr.) sem réði ekkert við þessa trjáboli, enda enginn smásmíði.


Ég verð alveg að viðurkenna að adrenalínið hjá okkur öllum var alveg á fullu þennan dag. Bæði gleði yfir því að vera byrjuð, við vissum hreynlega ekki að það gæti verið svona gaman að fella niður tré.


Trjáfellingar eru svo áþreifanlegar, árangurinn sést og þar af leiðandi fannst okkur byggingarframkvæmdirnar formlega hafðar.

Ég og Sólveig vorum svona meira í því að horfa á trjáfellingarnar, en við hjálpuðum nú við að toga í nokkra kaðla til að hjálpa trénu að falla í rétta átt.


Af hverju klifrið þið ekki upp í trén til að höggva þau niður? Er það ekki öruggara?

Nei, ekki nema þú sért "arbortisti", en ef ekki, þá er öruggast að höggva þau niður við rætur. Trén vilja oft falla í þá átt sem greinar og rætur stefna meira í, og þá notuðum við t.d. kúbein og reipi til að stýra trénu í rétta átt. Best ef hægt er að binda reipið töluvert hátt í trénu, þá er fínt að vera með stiga og reyna að klifra aðeins upp í tréð og binda reipið. Þá vorum við nokkur sem reyndum að toga í tréð, leyfa því samt sem áður að taka sveifluna og þegar það sveiflaðist til okkar þá toguðum við af öllum krafti. Fyrir stærsta tréð vorum við orðin 6 að toga í tréð, ég (Emilía), Sólveig, Kristján Kári, Karl, Róbert og Viktor. Allt í einu fór tréð af stað (í rétta átt) og þá þurftum við að hlaupa. Karl var fremst og óvenju slakur - neitaði að vera með hjálm og leit úr fyrir að vera ansi tæpur á neðangreindu myndbandi.




Pabbi felldi hvert tréð á fætur öðru enda þaulvanur garðyrkjukall, við héldum að við þyrftum að brasast við þetta alla helgina en nei nei við byrjuðum um 11 um morguninn og vorum búin kl 7 um kvöldið sama dag! Við hefðum ekki getað þetta án hans.



Ég og Sólveig vorum farin að knúsast út á miðri götu eins og tveir unglingar í adrenalíns vímu yfir því auðvitað að vera LOKSINS byrjuð!!

Við rifum einnig allt eða næstum allt tréverk úr húsinu, hurðar, glugga, parket, eldhúsinnréttingu, skápainnréttingar og annað og fengum frábæra hjálp frá fjölskyldunni í það sem og að fella niður trén. Gáfum ofna, bakaraofna o.fl. innan úr húsinu. Við hefðum óskað þess að meiri áhugi hefði verið í að nýta meira innan úr húsinu en því miður var svo mikið fúgið og ónýtt og því ekki hægt að nýta. Þeir sem komu og tóku ofnana buðust til að taka þá niður sjálfir sem hentaði okkur mjög vel.


Ástand kjallarans var t.d. það slæmt að við ákváðum að það borgaði sig ekki að rífa innréttingarnar þaðan út - nema eiga hreinlega hættu á að fá krabbamein!


Síðan þurfti að sjálfsögðu að saga greinar af og búta bolina niður til að þeir pössuðu á vörubílana.





Okkur þótti ótrúlega vænt um það hvað allir voru spenntir fyrir deginum, það kom fólk úr öllum áttum og fylgdist með, sum þekktum við ekkert og aðrir eru tilvonandi nágrannar. Fjölskylda og vinir keyrðu svo framhjá næstu daga til að sjá öll herlegheitin.


Það var mikil skemmtun á sjá síðasta tréð falla:



Við enduðum svo daginn í pizzaveislu með einn ískaldan eftir flottan skemmtilegan og vel heppnaðan dag.


TAKK ALLIR SEM KOMU OG VORU MEÐ !




Tips 1:Það borgar sig að rífa og flokka eins mikið innan úr húsinu eins og þið getið, það kostar mikið að urða og ekki hægt að nota innréttingar og önnur lifandi efni í uppfyllingu

Tips 2:Sendið alltaf konuna á Sorpu hún borgar alltaf helmingi minna. Það brást ekki ;) JANRÉTTI HVAÐ ?

Tips 3:Ef þið ætlið að fella trén sjálf, kaupið ykkur alvöru græju (kosta 100.000 kr. +++) eða og fáið með ykkur vanan mann í verkið.
Tips 4:Ef þið ætlið að fella trén sjálf, þá borgar sig að saga/höggva tréð neðst, oft vilja tré falla í ákveðna átt og því þarf að stýra því.
Tips 5: Höggvið trén niður við rætur og þvingið það upp á móti t.d. með kúbeini ef það vill ekki falla í rétta átt. Notið reipi til að stýra því ef þess þarf.

608 views0 comments
bottom of page