top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Skóflustungan

Nú loksins... !!!!! Eftir að hafa unnið að leyfum í 8 mánuði, þá getum við hrósað því sigri fagnandi að vera komin með byggingarleyfi.


Aðaluppdrættir (það þýðir teikningar af húsinu) voru samþykkt loksins fyrir helgi á fundi byggingafulltrúa og við fengum leyfi til að grafa grunn (jarðvegsvottorð). Mælingarmenn voru sendir beint á staðinn frá EFLU, annars vegar til að merkja hornapunkta lóðarinnar og til að merkja staðsetningu húsins (úsetning fyrir húsi). Mælingarnar voru mjög nákvæmar og meðal annars tókum við eftir því að við ættum inn á lóð nágrannans, hinu megin við grindverkið.Pappírsvinnunni er þó ekki full lokið, en enn á eftir að senda inn teikningar af burðarþoli, lagnateikningar og raflagnateikningar OG sérúrdrætti arkitekta. Það kemur á næstu vikum og verður sent inn - vonandi nokkurnveginn án athugasemda.


Við getum því byrjað að grafa fyrir grunni strax í dag, 16.október 2018, þriðjudag.

Í tilefni "byggingarleyfisins" og að formlegar framkvæmdir á nýju húsi séu að hefjast ákváðum við að taka skóflustungumynd af öllum hópnum. Vonandi getum við svo endurtekið þessa mynd í stiganum á nýja húsinu eftir vonandi minna en 1,5 ár.Strákarnir voru held ég minna spenntir en við fyrir því að fara í skóflustungu, en létu þó tilleiðast. Það er mikið mál að ná öllum 11 manns saman á mynd, sérstaklega þegar önnur fjölskyldan býr í Hveragerði og hin í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þetta var þó ótrúlega skemmtilegt. Við keyptum stunguskóflur í BYKO og leyfðum krökkunum að taka nokkrar plastskóflur meðferðis líka.


Það var óraunverulegt að mæta á svæðið og sjá merkingarnar fyrir húsinu. Standa svo fyrir miðju húsins, líklega í einhverju verðandi svefnherbergi.


Síðasta vika var pínu þung, kerfið er allt mjög hrætt og miklar væntingar til verðbólgu. 10 ár frá hruni og hrunsþættir voru ekki að hjálpa. Við vorum því öll búin að vera með pínu hnút í maganum.

Við erum þó bjartsýn, enda þýðir ekkert annað. Þegar við mættum á svæðið birti yfir okkur öllum.

Krakkanir hlupu beint í moldina og byrjuðu á undan okkur, þannig það má segja að það hafi verið nokkrar skóflustungur. Hahahaha.

Það var mikil gleði og tilhlökkun í öllum krökkunum og okkur sjálfum.


Dulafullur myndatökumaður mætti á svæðið... meira um það síðar. En góð vinkona Emiliu, Bjargey & Co kom og aðstoðaði okkur við að taka hópmyndir og video, takk fyrir aðstoðina Bjargey. Nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi, þær má líka finna inn á facebook-inu okkar og Instagram.581 views0 comments

Comments


bottom of page