top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Niðurrifið hafið... og BÚIÐ


Í dag, 20.september 2018, var hafist handar við formlegt niðurrif á húsinu.



Ath. nauðsynlegt er að vera búin að hafa samband við þá aðila sem við á um að færa og loka lögnum (kalt vatn, heitt vatn, loka rafmagnsheimtaug og taka mælir, og láta loka/færa gagnaveituna).


VÁ VÁ VÁ HVAÐ ÞAÐ ER MIKILL ÁFÁNGI & GAMAN

Það vakti mikla gleði hjá okkur og við Emilia öskruðum úr spenningi þegar við mættum á svæðið.

Þetta er einn af þessum spennandi áföngum - og skemmtilegt að fylgjast með og horfa á.


Við vorum búnar að ímynda okkur að þetta yrði svona eins og í Tomma&Jenna, það kæmi kúla sem myndi B.O.B.A í húsið.


Það hefði eflaust verið gert fyrir nokkrum árum, en í dag þarf að flokka allt efnið. Við reyndum eins og við gátum að taka mikið af timbri út úr húsinu (innréttingar, hurðir, klæðningar, parket, ofna o.fl.o.fl. ) til að einfalda gröfumönnunum verkið & vonandi spari okkur einhverja aura. Við fórum með allt flokkað á Sorpu á kerru.


Í dag, þá kemur gröfumaður á gröfu og "plokkar" af húsinu, fyrst bárujárnið, næst þakdúkinn og þvínæst timbrið og síðast steininn/steypuna. Þetta er mikil nákvæmisvinna og ég næstum fullviss að hann gæti framkvæmt skurðaðgerð á þessari gröfu, svo mikill nákvæmismaður er hann Gísli Hjartarson hjá Neshamar. Þetta líkist því meira Transformers heldur en Tomma&Jenna bombu. Síðan eru tveir menn með honum sem handplokka úr hrúgunni ef eitthvað blandast - og síðan er þetta sett á sitthvoran vörubílinn. Einangruninn er líka flokkuð - það er yfirleitt plast og pappi í svona gömlum húsum.


Þetta er því "umhverfisvænna" en við þorðum að vona

Það var gaman þegar hópur úr leikskólanum Marbakka kom og fylgdist með. Það er ekkert leiðinlegt að fylgjast með gröfum, vörubílum og stórum tækjum að vinna. Þá fannst þeim gaman að sjá timbrið í rauða vörubílnum og málmana í bláa.


Síðan fékk ég, Sólveig, aðeins að testa gröfuna... það var sko meira en lítið skemmtileg!!!

Gröfumaðurinn sagði að það hefði fljótlega komið í ljós hversu mikil vinna þetta væri. Húsið er frá 1948 og hefur verið byggt að miklu leyti úr því ódýrasta/ hagstæðasta á hverjum tímapunkti og mögulega eitthvað af efninu fengist gefins. Bárujárnið á húsinu var því í litlum flekum - þannig meiri tími fór í að taka það af.

Húsið sjálft var úr holsteini, afgangstimbri og forskalað. Holsteinn var ódýrasta byggingarefnið á sínum tíma, talið að það væri allt að 40% ódýrara. Efri hæð húsins var síðan úr afgangstimbri, einangruð með pappa og því sem fyrir fannst. T.d. fundust teikningar frá seljandanum síðan hún var barn.

Verst er að þetta voru ekki verk eftir Kjarval, þá værum við rík í dag.

Húsið hefur síðan verið forskalað yfir timbrið og holsteininn. Þá hefur verið settur tjörupappír, vírnet og múrhúðun yfir. Þetta var mjög algengt hér áður fyrr til að reyna að búa til betri einangrun fyrir húsið. Síðar fór að bera á því að timburhús voru byrjuð að mygla og fúna undan múrhúðinni. Sprungur komu í múrhúðina, vatn komst inn á milli en loftrúm vantaði á milli múrkápunnar og tjörupappans. Þetta skýrir því að miklu leyti ástæðu þess hve illa farið húsið var af raka og myglu. En þetta skapar einnig erfiðari aðstæður til að taka niður húsið. Brjóta þurfti múrhúðina af, taka vírinn frá og aðskilja timbrið, enda þarf að flokka þetta allt í sitthvoru lagi. Þetta tafði því Gísla eitthvað þó hann hafi verið merkilega fljótur.



Grunnurinn var síðan óvenju þykkur og sterkur, og því var notaður fleygill til að brjóta hann. Merkilega gaman að læra svona margt nýtt.



Í dag eigum við ekkert hús

Mánudaginn 24.september voru öll ummerki um húsið farið. Þá eru næstu skref að fá loksins þetta blessaða byggingarleyfi til að geta hafist handa við að byrja á grunni og að fara að byggja nýtt hús.



Tips 1: Gott að muna að áður en hafist er handa við að rífa húsið niður þarf að loka öllum lögnum, heitt- og kalt vatn, rafmagn og mögulega gagnaveitu frá Gagnaveitunni eða Símanum.
Tips 2: Allt telur, það var mælt með við okkur að reyna að fjarlægja allt lifandi efni innan úr húsinu. Þar telur parket, klæðningar (panelar), innréttingar (bæði bað og eldhús, skápar ...) hurðar o.fl. Við tókum líka ofna og rafmagnstöflu.
Tips 3: Einhverjum dögum áður er gott að reyna að auglýsa eldhúsinnréttingar, ofna og fleira sem mögulega aðrir geta nýtt innan úr húsinu.


1,069 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page