top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

LOKSINS !

Updated: Aug 7, 2019

Á mánudaginn er án efa besta besta setning sem við höfum heyrt mjööög lengi !! Já mjöög lengi !!

Við gerðum nýlega samning við nýjan uppsteypunarverktaka sem sagðist ætla að byrja.....

Á MÁNUDAGINN! (27. maí 2019)

Mánudagurinn 27. maí 2019 er dagurinn sem loksins var byrjað á húsinu og húsið mun rísa upp úr holunni. Já já kannski full dramatísk lýsing haha. Það mun heldur ekki rísa upp á einni nóttu. En eftir átta langa mjög langa endalaust langa og erfiða mánuði þá er erfitt að lýsa því með orðum hvernig manni líður!! Þ.e.a.s. átta mánuði í jarðvinnu - 15 mánuðir frá því að við settum fyrst kauptilboðið inn! Við stelpurnar fengum tárin í augun þegar verktakinn okkar sagðist ætla að byrja á mánudaginn.

Vegna mikilla tafa neyddumst við til að fá nýja verktaka

Við erum örugglega búin að lenda í öllum töfum sem hægt er að lenda í. Gerum okkur fulla grein fyrir því að sumt er óhjákvæmilegt, en hjá okkur var þetta hætt að vera fyndið. Við vorum farin að hljóma eins og gömul plata ! Já við byrjum að steypa húsið í næsta mánuði, eða nei eftir tvær vikur, já bara eftir tvo daga, nei já ekki fyrr en eftir tvær vikur. Vikurnar voru orðnar nokkuð oft tvær vikur og ég held fólk í kringum okkur hafi í alvöru farið að efast um að það kæmi einhverntíman eitthvað þarna upp!

Við vorum farin að undurbúa okkur fyrir það að tjalda í grunninum

...eða já svona í fullri alvöru þá var okkur ekkert sérlega skemmt.


Ferlið hefur verið mjög lærdómsríkt og við lært heilan helling. Fyrsti lærdómurinn var t.d. sá að við lærðum á því að gera skriflega samninga við verktaka. Framvegis munum við alltaf gera það. Bæði hvað varðar verð og tímasetningar. Í dag erum við búin að gera skriflegan samning við uppsteypunar verktakan okkar, og þar með búin að tryggja bæði okkur og hann búinn að tryggja sig. Þetta getur oft verið erfitt þegar um vini eða kunninga er að ræða - en oft betra. Hjá okkur fóru allir sáttari frá borði að hafa skriflegan samning.


Annað sem við teljum mjög mikilvægt að gera er að láta magntaka, það marg borgar sig og getur sparað manni hellings árekstra og peninga. Þá vitum við og verktakin nákvæmlega hversu mikið magn af efni við þurfum og auðveldara að gefa okkur raunhæf tilboð í verkið.

Við erum ótrúlega spennt að geta loksins farið að sýna ykkur meira frá húsBYGGINGUNNI !





Á mánudeginum, eins og hann sagði byrjaði verktakinn á að koma verkfærum á staðinn, klippa niður járn o.s.frv. Fyrsta verk okkar er að koma vinnuskúr á svæðið og hans fyrsta verk er að setja þrifalag á klöppina.


Þrifalag er lag sem sett er til að jafna undirlagið fyrir sökkla, það er í raun eingöngu gert ef byggt er beint ofan á klöpp. En hjá okkur er enginn púði (þjappað malarlag), hægt er að byggja beint ofan á klöppina með aðeins hærri sökklum og léttu þrifalagi.

BF-verk (verktakinn okkar) áætlar að verkið taki 4 mánuði. Þannig í lok 3. okt ætti húsið að vera uppsteypt. Þá þarf bara að setja þak og glugga til að húsið verði fokhelt.

Í lok nóvember ættum við að vera komin á 4. byggingastig, fokhelt hús.

Húsið er að verða aðeins meira áþreyfanlegra og spennandi. Þrátt fyrir að 15 mánuðir séu liðnir frá því að við festum kaup á Marbakkabrautinni og við hefðum auðvitað viljað vera komin mun lengra, við megum samt ekki gleyma því hversu miklu við höfum áorkað. Fyrir rúmu ári síðan hefði okkur ekki órað fyrir allri vinnunni (þá í leyfum og pappírsvinnunni einna helst) sem hefur fylgt verkefninu og vorum við fullviss um að núna værum við búin að gera húsið fokhelt og værum á fullu í "innivinnunni".

Hvað hefur gerst á fimmtán mánuðum ?
  • Komist í gegnum skipulagsráð/nefnd & grenndarkynningu

  • Teiknað húsið með færum arkitektum og verktökum, bæði arkitektateikningar (sérúrdrætti og skipulag o.fl), burðarþol, raflagnir og pípulagnir - og allar teikningar stimplaðar

  • Fengið öll leyfi (jarðvinnuleyfi, byggingarleyfi, brunaleyfi, o.fl. stimpla og pappíra)

  • Greitt gatnagerðargjöld - eftir umsókn til bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar

  • Rifið niður heilt hús

  • Höggið 26 tré (að meðaltali um 20 m há)

  • Fleygt heilt fjall (að okar mati)

  • Og erum LOKSINS byrjuð á húsinu.


Gaman að geta horft til baka á ævintýrið okkar sem hófst í mars 2018.




Just keep swimming ...





1,172 views0 comments
bottom of page