EmmaSol
Kokteil námskeið - Apotekið
/Þetta er ekki auglýsing - heldur raunveruleg upplifun okkar/
Eins og við töluðum um í vinarsáttmálanum þá ætluðum við að vera dugleg að gera eitthvað saman sem vinir og hjón, og þá reyna að tala ekkert um húsið - en við höfum eðlilega ekkert talað um neitt annað eða svona næstum því. Við erum að vísu ekkert komin með leið á því að tala um tilvonandi glæsilega húsið okkar sem TRÍPOLÍ teiknaði fyrir okkur en það er líka gott að gleyma sér í öðru og muna eftir hvort öðru sem vinir líka.
En aftur að Vinarsáttmálanum - planið var að gera eithvað saman minnst einu sinnu í mánuði.
Sjá vinarsáttmálan hér

https://www.emmasol.com/framkvaemdir/vin%C3%A1ttan
(höfum ekki alveg náð að standa við það, enda nóg að gera á stórum heimilum, skóla, vinnu, húsbyggingu og já svona lífinu almennt....)
Sólveig var búin að heyra mjög góðar sögur af kokteil námskeiðinu sem Apotekið er með, hringdi í mig og spurði hvort við ættum ekki að skella okkur og bjóða Robba og Kalla í óvissuferð (surprise). Mér leyst mjög vel á, og eftir nokkrar hringingar til að verða okkur úti um miða (ekki margir miðar eftir) þá festum við okkur miða 4. október.
Námskeiðið var haldið frá kl 16 til 18 þannig að við þurftum að finna einhverja góða leið að plata strákana úr vinnuni. OG redda pössun fyrir krakkaskaran. Það er ekki hlaupið að því að koma öllum úr skóla/leikskóla/æfingum/dagmömmu og fá pössun þetta snemma dags.
Snilldin þó við fimmtudags "djömm" er að þá missir maður ekki gæðatíma með börnunum sínum þ.e.a.s. þá er helgin enn eftir fersk með krökkunum.
Fimmtudagar eru yfirleitt frekar þéttbókaðir hjá hefðbundnum fjölskyldum og þessi fimmtudagur var enginn undartekning. Sérstaklegar þar sem markmiðið var að koma strákunum á óvart.

Dagurinn hjá Emiliu:
Kl 8: Koma elstu börnunum í skólann, keyra til Reykjavíkur úr Hveragerði með Robba í vinnuna
Kl 10: Hitta leiðbeinadan minn fyrir mastersverkefnið Kl 11: Keyra heim til Hveragerðis
Kl 12- 14: Hálfur dagur í skólanum og starfsdagur daginn eftir - ég þurfti því að fara heim, pakka fyrir elstu þrjú börnin, mála mig, pakka fyrir mig og Robba og yngsta (Christofer), en við þrjú ætluðum að gista í bænum. Kl 14: Skutla elstu þrem börnunum í Stætó svo þau kæmust í pössun til ömmu og afa í Fljótshlíðina
Kl 15: Keyra í Kópavoginn og sækja Christofer í leikskólan
Kl 15:30 Plataði Robba að Christofer væri komin með gubbupest og við þyrftum að fara snemma heim úr bænum (Var búin að tala við yfirmann Robba um að fá að ræna honum úr vinnunni). Robbi var alveg ruglaður að sjá mig meira uppstrílaðri en vanalega og Christofer eldhressan.
Kl 15:45: Brunuðum á HLEMM, þar sem bróðir minn tók á móti Christofer (ætlaði að passa) og fór með hann heim til sín.
Kl 16:03: Mætt á Apótekið í kokteilnámskeið. Ótrúlegt að þetta hafi náðst.

Dagurinn hjá Sólveigu:
Aðalvandamálið hjá mér, var að Kalli var að vinna þessa dagana í Mosfellsbæ. Ég var því búin að fara fram og aftur hvernig ég ætti að plata hann úr vinnu. Um morguninn ákvað ég að biðja dagmömmuna að hringja og biðja hann um að sækja Henry (yngsta), því hann væri komin með gubbupest um þrjú leytið. Ég var síðan búin að ákveða að ég ætlaði að láta hann vita að ég yrði á fundi milli 14-16. 08- 14:50 í vinnunni
14:00 Ég var hrædd um að hann yrði kannski pirraður, eða of seinn að sækja að ég ákvað rétt fyrir tvö að hringja í yfirmanninn hans og láta hann vita að ég ætlaði bara að skjótast eftir honum. Það eru alltaf allir að segja að það séu nú bara 10 mín - 15 mín í Mosó. 14:50: Keyri úr vinnunni en nei það tók mig 20 mín að komast í Mosó. Á meðan hringir Kalli í mig og spyr af hverju ég sé í bílnum. 15:10: Hitti Kalla í kaffi með yfirmanni sínum og sendi hann á vinnubílnum heim í sturtu.
15:30: Sæki Henry til dagmömmu og bruna heim 15:40: Sendi Kalla yfir á leikskólan að sækja Charlotte Rós
15:45: Barnapeyinn kemur 15:55: Við brunum úr úr húsi og niður í bæ. 16:00: Mætt á slaginu á Apótekið í kokteilnámskeið.
Ég var búin að biðja eina mömmu vinkonu Sophie (elstu okkar) að skutla henni yfir daginn en hún var bæði að fara á æfingu með KR í fótbolta og ballet eftir það.
Við vissum í raun ekkert hvað við værum að fara að gera annað en auðvitað fá kennslu í kokteilgerð og smakk með.
Við mætum með kallana enn ringlaða yfir því hvar þeir væru og hvað við værum í ósköpunum að fara að gera.
Við vorum heppinn að hitta vini Kalla og Sólveigar, Kristínu og Arnar frá Eskifirði fyrir tilviljun og á sama borði. Á endanum sátu svo hjón sem við höfðum aldrei hitt áður nema eskfirðingana en við smullum öll ótrúlega vel saman og áttum frábært kvöld í kokteilnámskeiðsgerð.

Um námskeiðin sjá þeir margverðlaunuðu kokteilbarþjónar Apoteksins Jónas Heiðarr og Orri Páll sem sigraði World Class barþjónakeppnina á dögunum.
Þeir kenna bæði réttu handtökin við gerð klassískra kokteila og leyniblöndurnar bak við verðlaunakokteila Apoteksins. Fimm kokteilar eru smakkaðir með smáréttum frá Apotekinu og farið yfir galdurinn að para saman kokteila og mat til að gera góða veislu enn betri.
EL CHAPO APOTEK FRENCH 75 OLD FASHIONED
Við vorum pínu hrædd um að kokteilarnir yrðu mögulega of funky, eða of sætir. Funky, þannig að það væru svo skrítin hráefni að það væri erfitt að nálgast þau og drykkurinn mögulega ekki borinn fram í veislum heima, eða að hann væri of sætur og hefðbundinn líkt og sex-on-the-beach.
En, vá hvað kokteilarnir komu á óvart, þeir voru ekki of sætir og ekki of funky. Bæði var viský kokteill "OLD FASHIONED" sem var sterkur og "karlmannlegur" hvað sem það er, í dag. En svo var líka frábær spicy kokteill og dill kokteill og margt fleira. Enginn of kvenmannslegur eða of karlmannslegur. Þar sem kokteilar hafa oft fengið stimpil sem kvenkyns drykkir, þá var upplifun okkar allra að það væri als ekki tilfellið hjá Apotekinu.
Arnar fékk að prufa að hrista saman einn kokteil:
Við lærðum að búa til 'Dillagin' og búa til dill-gin, hvernig ná á betri lofti í kokteila, kælingu, nauðsynleg tæki og tól og að borða kolkrabba. Þetta var allt saman borið svo glæsilega fram, bæði drykkir og matur. Góður tími á milli drykkja til að spjalla og hlæja.
Með hverjum kokteil fengum við ótrúlega góðan smakkrétt. Í lokinn pöntuðum við okkur svo að sjálfsögðu eftiréttarplatta fyrir allt borðið.
Nokkrar fleiri myndir frá kvöldinu:
Í lok kvöldsins fengum við afhent viðurkenningarskjal með uppskriftum af öllum kokteilunum. Mælum klárlega með þessu!
