top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Inspó & hugmyndavinna


Húsið er teiknað af arkitektum stofunnar Trípólí, aðalhönnuður húsins er Jón Davíð Ásgeirsson.

Tékkið á heimasíðunni þeirra www.tripoli.is - ekkert spons :)


Það voru mörg atriði sem þurfti að taka tillit til við hönnun hússins. Lóðin er grönn og löng og þar af leiðandi er parhúsið mjótt og djúpt. Auk þess er rúmur 3ja metra halli á lóðinni. Við þurftum því að hugsa í lausnum með arkitektunum okkar. Til að koma öllum þessum barnaskara inn þá var ljóst nokkuð snemma að húsið þyrfti að vera á fleiri en einni hæð. Fyrst vorum við að skoða hús á tveimur hæðum, en vegna þess hve djúpt húsið er þá var ákveðið að hafa húsið á 5 pöllum, þannig birtan kæmist í gegnum húsið, og á milli hæða.

Arkitektarnir okkar hugsuðu mikið út í birtuskilyrðin inn í húsinu, staðsetningu glugga, stiga, opin rými og fleira til að skapa sem bestu og fallegustu birtuna.

Þetta er týpíst eitthvað sem arkitektar hugsa mikið út í og nauðsynlegt í skammdeginu hér heima á Íslandi. Skemmtilegt að skoða arkitektúr í sólríkari löndum, en þar er áherslan á birtu en líka að geta búið til skugga í húsinu til kælingar. Það verður seint vandamál hér heima á klakanum, tja þó er 20 stiga hiti á austurlandi í janúar?


Að okkar mati er síðan flottasta útfærslan, frá arkitektunum, stiginn í gegnum húsið. Stiginn er svokallaður "cascade", þannig stiginn fer ekki beint upp - heldur færist hver stigi til hægri(/eða vinstri eftir því hvor megin í parhúsinu) og myndar svokallaðan tröppugang til hægri. Í þakinu fyrir ofan er þakgluggi sem gefur birtu þá niður allan stigann, fimm palla. Hægt er því að sjá frá efsta palli niður á neðsta. "Cascade" þýðir í raun lítill foss sem rennur niður í pöllum en ekki beint.Frægustu Cascade stigar heims eru líklega "Charles Jencks Cosmic Garden" og "Yerevan Cascade"

Charles jencs Cosmic Garden Yerevan Casscade


Annað í miklu uppáhaldi er arinn eldstæðið, sem verður steypt og haldið hrátt með tengingu í stigann sem fer bak við arininn og upp á efstu svalir. Steyptir hráir arnar eru svo óendalega flottir, ég sé ekki sólina fyrir þeim. Veggurinn sem liggur upp við stigann og arininn verður líka sjónsteyptur.


Myndir af inspó hugmyndum - sem sjá má á Pinterestinu okkar líka :

Á móti þessari hörðu köldu steypu mun verða lögð áhersla á viðarparket og hlýleika.


Það voru kröfur frá skipulagsráði Kópavogsbæjar að þakið yrði hallandi. Arkitektar okkar voru ekki í vandræðum með að koma með fallega lausn af hallandi en samt klassísku og modern yfirbragði. Húsið er einhalla í átt að götu, tvær svalir eru hinu megin með stoðveggi sem líkja eftir halla þaksins. Þakið flæðir síðan niður veggina og myndar eina heild.470 views0 comments

Kommentare


bottom of page