top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Hvað er svona merkilegt við það?

Í fyrradag, lögðum við lokahönd á plötuna (eða réttara sagt plöturnar - 4xplötur) og erum komin með byggingarstig 2!!!!
Þetta er rosalega stór áfangi, ég er ekki viss um að margir - geri sér grein fyrir því hversu stór áfangi þetta er.

Byggingarstig, eru samkvæmt IST stöðlum í byggingariðnaðinum, byggingarstig 2 - er þegar undirstöðurnar eru komnar upp. Það eru 7 byggingarstig og þau eru flokkuð eftir hveru langt verkið er komið.


Þegar byggingarstig 2 er komið er eftirfarandi búið:

1. Byggingarleyfi - og öll leyfi (Byggingarstig 1)

2. Jarðvinnu lokið (klöpp eða púði)

3. Sökklar steyptir - þrifalag komið

4. Grunnlagnir hússins (dren,skólp, heitt- og kalt vatn og rafmagnlagnir)

5. Jarðvinna innan sökkla - fylling og þjöppun

6. Einangrun utan sökkla og dúkur

7. Einangrun undir plötu

8. Járnabinding í sökklum og plötu

8. Gólfhitalagnir í bílskúr

9. Þrýstipróf

10. Úttektir á öllum lögnum, hæðarpunktum, sökklum og járnabindingu

11. Steypt plata - vatnshalli


Við erum búin að vera vinna mikið með pípurunum að leggja lagnir - með smiðunum að brjóta úr götum og meira að segja hafa einhver okkar sest upp og unnið í gröfunni. Síðustu vikur hefur

hvarflað að okkur að einhver hafi lagt álög á okkur, en í dag er þetta allt að blessast.


Við höfum eitt ófáum en vel þess virði klukkutímunum í verðandi húsinu okkar.
Krökkunum okkar finnst alls ekki leiðinlegt að kíkja á "húsið" en skemmtilegast af öllu er að horfa á gulu gröfuna


Myndir segja oft meira en 1000 orð !


Við erum búin að vinna fram eftir, eftir vinnu og stundum tekið okkur frí. Daginn fyrir steypu, vorum við (Sólveig, Kalli, Emilia og Robbi) í stressi að leggja gólfhitann í neðri plöturnar (þar sem bílskúrinn er). Alveg þangað til að við sáum ekki lengur tærnar á okkur og efnið var búið. Ef það er orðið kallt og beygjurnar skarpar, geta lagnirnar brotnað. Sérstaklega hjá óvönu fólki. Ef það gerist þarf að taka upp alla slaufuna og byrja upp á nýtt. Ekki gaman, við fengum alveg að prufa það.


Daginn eftir þurftu bæði Sólveig og Kalli að vinna og því voru Emilia og Róbert í stressinu að klára fyrir úttekt og steypun. Kalli kom að leggja lagnir í hádegishléinu sínu og Birkir smiður kom líka að hjálpa. Við ætluðum að ná að klára og það yrði steypt sama dag!

Ég held að þau hafi ekki stoppað í eina mínútu þennan morguninn við að klára síðustu þrjár gólfhitaslaufurnar.


Kalli að merkja fyrir okkur hin hvar lagnirnar ættu að fara, við verðum bara að segja að við séum nokkuð stolt af þessari fyrstu lögn okkar.


Eftir hverja einustu járnabindingu/pípulagnir o.fl. þarf að fá úttekt, bæði frá byggingarstjóra og Kópavogsbæ.


Byggingarfulltrúinn sem kom til að taka úttektina mætti á slaginu þrjú á meðan verið var að leggja seinustu slaufuna. Á meðan var píparinn að mæla þrýstingin í lögnunum. Í stóru slaufuni Emiliu og Robba megin var undirlagið of hátt og til þess að standast úttekt þurfti að lyfta upp- lögnunum, járnagrindinni og einangrunni og lækka undirlagið um 5cm. Þegar það var komið fengum við leyfi fyrir því að steypa.

Það tók þessa hörkuduglegu menn bara um klukkutíma að jafna undirlagið


Steypan átti að koma milli klukkan þrjú og fjögur en þá kom það upp að múrarameistarinn komst ekki, en hann lenti í árekstri. Það þurfti því að redda múrarameistara 1-2- og BINGÓ. Það var bara ekki á dagskránni að það yrði ekki steypt þennan dag, geggjað veður og veðurspáin næstu daga ... RIGNING!


Veðurguðirnir voru með okkur þennan dag og því varð að redda þessu! Við náðum loksins í snillinginn hann Finn sem bjargaði málunum.


Finnur og Maggi, bjargvættir dagsins


Fyrsti steypubíllinn mætti kl 16:00 og samtals komu um 6 bílar samtals 24 rúmetrar af steypuÞað er því heilmikið búið að gerast í sumar og þetta verkefni snýst mikið um samspil iðnaðarmanna. Þetta er eitt af fáum tímabilum í verkefninu þar sem allir iðnaðarmennirnir þurfa að vinna saman og vera algjörlega samstilltir.


Við getum alveg viðurkennt að þetta hefur tekið mikið á. Og það er hellings vinna að fá alla saman því við erum víst ekkert eina verkefnið sem iðnaðarmennirnir okkar eru með og þeir flestir ofbókaðir á öllum vígstöðum. Sólveig er því búin að standa sig eins og hetja að hringja dag og nætur (næstum því nætur) að halda öllum á áætlunum og tíma.


Gulli Byggir sagði við okkur:

"Núna væri erfiðasta áfanganum lokið næst erfiðasti áfanginn væri þakið og loftin, hitt væri bara pís of keik.!"

Eigum við ekki bara að trúa því?Margir eru búnir að óska okkur til hamingju með að vera búin með helminginn - og við vonum svo sannarlega að það sé rétt!

Karl kom óvænt með kampavín fyrrir okkur


Mynd: Gulli Helga

Ótrúlega þreytt, sátt og sæl eftir langan, en vel heppnaðan dag. Nýju fötin frá Hilti - Snickers hafa svo sannarlega komið sér vel - en eftir að hafa séð okkkur í rifnum gallabuxum - styrktu þeir okkur um almennileg vinnuföt!

1,456 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page