top of page
 • Writer's pictureEmmaSol

Hönnun & skipulag á húsinu - hvernig velja á sér arkitekt

Við ákváðum í upphafi að reyna að nýta tíman fram að afhendingu í að hanna húsið og koma öllum leyfum í gegn.


Karl náði í arkitekta teikniforrit og byrjaði að teikna hús. Ég hugsa að hann hafi í um

6 vikur teiknað 1- 2 hús á dag til eitt eða tvö á nóttinni og var komin með heilt hverfi af mismunandi útgáfum af húsum. Það hjálpaði okkur mikið að sjá hvað við vildum og hvað ekki, prufa mismunandi útgáfur og gera þarfagreininguna skýrari.


Nokkrar af tillögunum frá Karli á meðan við vorum að reyna að þróa þarfagreininguna og útlit


Fyrir ykkur sem eruð tæknilega og listrænt þenkjandi mælum við með að ná ykkur í þetta forrit.


Í raun var grunnmyndin komin í gegnum allar teikningarnar í hjá Karli.

Lóðin er ekki mjög stór og því erum við háð ýmsum takmörkunum, ásamt því að vera með 7 börn á milli okkar eða 11 manns, er ljóst að lágmarks fjöldi svefnherbergja eru fimm fyrir hvorn hluta. Karl og Sólveig finna helst fyrir vöntun á geymsluplássi, enda Karl rafvirki og því starfi fylgir mikið af verkfærum.


Lóðin er rétt rúmir 22 m á breidd og um 37 m á lengd. Það var því ljóst að parhúsið gæti aldrei verið breiðara en 16 m. Í fyrstu fannst hópnum það ómögulegt þangað til við hugsuðum um öll húsin í Hong Kong og í stórborgum heimsins, líkt og London, NY og San Francisco þar sem hægt er að finna byggingar bara um 4m breiðar, langar og byggðar hátt upp. Hvert rými er þá oft á hverri hæð. Sólveig bjó í slíku húsi í London í Camden 2005.Þarfagreining og takmarkanir

Við listuðum upp það sem okkur þótti nauðsynlegt og reyndum að vinna út frá því þarfagreiningu.

Eftir að hafa sett upp þarfagreiningu reyndum við að hanna húsið bæði að innan og utan. Með því áttuðum við okkur á þeim takmörkunum sem lóðin setti okkur. Lóðin er grönn og löng og því varð fljótt ljóst að við þyrftum að hanna húsið á annað hvort tveimur hæðum eða pöllum.Fyrstu drög að þarfagreiningu:

Fyrsta hæð

 1. Fjöldi svefnherbergja 5x - á sömu hæð - eða stutt í. Þar af eitt hjónaherbergi með annaðhvort fataherbergi / baðherbergi

 2. Aðalbaðherbergi með baðkari og sturtu

 3. Sér þvottahús

 4. Útigeymslu fyrir hjól/skíði og þess háttar

 5. Anddyri (með rúmgóð plássi fyrir mikið af útifötum) Önnur hæð

 6. Opið flæði fyrir aðalrými

 7. Eldhús með aðgengi út á svalir/garð og eyju þar sem hægt er að sitja við

 8. Borðstofa tengist eldhúsi í opnu flæði

 9. Betri stofa með útsýnisglugga

 10. Sjónvarpsherbergi sem hægt er að loka af (helst)

 11. Gestabaðherbergi

 12. Stóran kjalla - bílaskúr / & geymslur

Aðrar þarfir/kröfur:

 1. Þriggja metra lofthæð (rými fyrir niðurtekið loft vegna raflagna

 2. Eingangrun að utan

 3. Hrifinn af andstæðum í klæðningu, t.d. lerki & málmar

 4. Leitumst eftir modern en klassísku húsi


Að velja sér arkitekt ?

Eftir miklar umræður og bíltúra um nýjustu hverfin í Kópavogi og Garðabæ komumst við að samkomulagi að ráða arkitekt frekar en byggingatæknifræðing. Ástæðan var að okkur langaði í þetta extra sem arkitektar eru með, bæði fagurfræðilega, praktískt og hugleiðingar sem varða t.d. birtu og glæsileika en ekki bara kassa. Við vildum öll modern hús en ekki enn einn hvítan kassa eins og eru svo algeng í dag. Við vildum að húsið hefði karekter.


Við fengum tilboð hjá nokkrum arkitektum, bæði sem við þekkjum í gegnum vini og kunningja en líka óháða aðila. Mjög mikill verðmunur var á ódýrasta og dýrasta - og einn svaraði okkur um hæl að hann væri einfaldlega of dýr fyrir okkur og ynni ekki við að teikna einbýli og hvað þá parhús.


Við völdum arkitekt fyrst og fremst á verði, en gættum þess ekki að skoða nægilega vel fyrri verk og hugmyndarfræði. Arkitektar eru líkt og listamenn með ólíkan stíl og hugmyndafræði. Það er því nauðsynlegt að ráða arktekt sem passar við ykkar stíl. Því miður þá fléttaðist okkar hugsunarháttur ekki við arkitektinn okkar.

Því var tekinn sú erfiða sameiginlega ákvörðun um að slíta samstarfi okkar við þennan aritekt. Við lærðum af mistökunum, þetta var líklega fyrsta hraðahindrunin okkar af mörgum í þessu ferli.

Við greiddum að sjálfsögðu arkitektinum fyrir tímana sem nú þegar höfðu verið unnir, arkitektinn sagði að svona væri heimur arkitekta og þeir þekktu ferlið vel. Ef hugmyndir fólks fara ekki saman endar oft samstarfið. Við teljum þó að allir hafi farið sáttir frá borði.


Það er víst ágætis þumalputtaregla að kostnaður við arkitekta sé um 4% af áætluðu kostnaðarverði húsins. Þ.e.a.s. ef húsið kostar 100 millj.kr. í byggingu má gera ráð fyrir 4 millj.kr. í arkitekta.

Við vorum búin að setja okkur markmið að komast inn á skipulagsfund 16.apríl 2018, en það voru 10 dagar í þann fund. Það var ekki nóg að vera búin að slíta samstarfi við okkar arkitekt heldur þurftum við líka að ráða inn nýja sem væru til í að reyna að hjálpa okkur að ná okkar tímaáætlunum. Við skoðuðum sérstaklega tvo mjög vel, af þeim sem við höfðum þegar fengið tilboð hjá. Í þetta skiptið skoðuðum við þeirra fyrri verk og verkefni vel - og hvort þau væru í stíl við okkar hugmyndir. Í þetta skiptið gættum við þess að hugmyndir okkar og stíll fléttaðist saman. Við hittum þá báða í sitthvoru lagi á fundi og fórum yfir hvernig þeir myndu vinna verkið, sáum þeirra fyrri verk og hugmyndir - fengum líka að heyra áhuga þeirra á verkefninu okkar.


Á þessum tímapunkti ákváðum við að ráða Trípólí, þarna fékk að ráða að þeir væru ungir og ferskir sem væri líklega nær okkar hugmyndafræðum. Modern en jafnframt klassískur stíll, ferskar hugmyndir og flott fyrri verk réðu þar ráðum.

Auk þess voru þeir tilbúnir að vinna hratt og staðsettir í miðbæ Reykjavíkur en ekki erlendis, þannig auðvelt væri að nálgast þá. #trípólí #trípólí_arkitektar


Strax eftir fyrsta fund vorum við viss um að þetta væri rétt ákvörðun. Við fengum sex nýjar tillögur að grunnmyndum (herbergisskipulagi) og fimm að útliti húsins. Enduðum með að velja eina, auðvitað með einhverjar athugasemdir og breytingartillögum sem eðlilegt er og erum við alsæl með ákvörðunina og samstarfið. Við fundum að við vorum á sömu blaðsíðu og okkar þörfum var mætt. Fagurfræði, þar sem birta, stíll, klassíst yfirbragð var í fyrsta stæti. Arkitektarnir fullvissuðu okkur þó um að með því að velja rétta arkitekta getur líka orðið sparnaður seinna í ferlinu í öðrum þáttum.


Það sem skiptir þó miklu máli er að húsið sé hannað utan um mikilvægustu þarfir viðskiptavinarins. Þ.e.a.s. það er nauðsynlegt að vita þarfir og vilja viðskiptavinarins og hanna húsið utan um þær.Von er á annarri færslu á næstu dögum þar sem við förum yfir hönnunarferlið, teikningarnar og arkitektur hússins.


Heimasíðan þeirra er www.tripoli.is tékk it át! Þeir eru líka á instagram : tripoli_arkitektar

Helstu ráðleggingar okkar eftir þetta ferli:


Tips 1: Ná ykkur í teikniforrit og leikið ykkur að teikna, það hjálpar ykkur mikið til að skilja allt ferlið, möguleikana og ykkar þarfir
Tips 2: Gerið skýra og raunhæfa þarfagreiningu
Tips 3: Metið hvort þið viljið arkitekt eða byggingatæknifræðing til að teikna húsið
Tips 4: Ekki velja eingöngu eftir verði heldur eftir stíl
Tips 5: Veljið arkitekt út frá hans fyrri verkum, öll höfum við mismunandi smekk

2,904 views0 comments

Comentários


bottom of page