top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

GATNARGERÐARGJÖLD – hvað felst í þeim?

Updated: Jan 30, 2019

Blóð, sviti, tár, dass af stressi og mikil þolinmæði er búið að einkenna seinustu daga, já eða vikur.


Þegar við ákváðum að kaupa gamla húsið og rífa, þá vorum við að sjálfsögðu búin að gera heimavinnuna okkar er varðar gatnargerðargjöld.

Gatnargerð er eins og segir í 2. gr gatnargerðarlaga "skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu, svo sem til að undirbyggja götur með tilheyrandi lögnum, m.a. vegna götulýsingar, og leggja bundið slitlag, gangstéttir, umferðareyjar og þess háttar þar sem gert er ráð fyrir því í skipulagi."




Við kynntum okkur lögin, spurðumst fyrir hjá bænum þar sem okkur var sagt að hafa ekkert of miklar áhyggjur af gatnargerðargjöldunum. Við vissum að gamla húsið yrði dregið frá, þ.e.a.s. mismunur á fermetrafjölda hinnar nýju byggingar og þeirra eldri yrði grundvöllur fyrir gjaldstofninn. Auk þess vorum við búin að finna samþykkt með vísan til 7. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Kópavogi að bærinn hafi heimild að lækka gatnargerðargjöld um 40% í vestur- og austurbæ Kópavogs ef að rífa á eldra hús og nýbygging kemur í staðinn, þéttingu byggðar eða lítillar ásóknar í viðkomandi lóð. (Nánar um samþykktina má sjá í linknum hér)


Húsið sem við keyptum og rifum, var ónýtt og mikið lýti fyrir götumynd Marbakkabrautar, í vesturbæ Kópavogs. Byggingafrmkvæmdin styður stefnu bæjarins um þéttingu byggða sem sérstaklega var vístað til í 7.gr. samþykktarinnar, auk þess sem lítil ásókn var í viðkomandi lóð.

Við vorum himinlifandi að uppfylla öll þessi skilyrði og við kauptilboðið höfuðum við ákveðnar væntingar til að fá þessa lækkunarheimild og vorum því tilbúin að hækka tilboðið meira en ella.


En svo kom skellurinn, gatnargerðargjöldin komin í heimabankann án allra afslátta!

Og til að gera ykkur betur grein fyrir því hversu mikla hagsmuni við eigum að gæta þá hljómuðu gjöldin samtals fyrir okkur fjögur upp á ISK 8.982.462 kr. En samtals með heimæðagjöldum, byggingarleyfi og fleiri gjöldum tengdum nýframkvæmdum 10.460.773.- kr.



Við báðum strax um fund hjá Kópavogsbæ fullviss um það að þarna væri um einhver mistök að ræða. Fundurinn fór fram 14. nóv 2018. Fundurinn fór alls ekki á þann hátt og við vonuðumst eftir, mikil vonbrigði satt best að segja. Þar kom fram að bærinn hefði aldrei notað þessa samþykkt. Í raun hefði þessi samþykkt verið sett fram í pólítískum tilgangi til að koma húsnæðismarkaðinum af stað aftur eftir hrun, en gleymst hefði að taka hana út.


Við erum baráttu og réttsýnisfólk og leituðum við því ráða hjá vinkonu Sólveigar sem er lögmaður og hún aðstoðaði okkur við að semja bréf fyrir Bæjarráð Kópavogs þar sem óskir okkar um lækkun á gatnargerðargjöldum kemur skýrt fram og ástæðan fyrir beiðninni.


Svo kom biðin! Sem er alltaf erfiðust, tíminn okkar er mjög dýrmætur og tíminn kostar peninga.

Bæjarráð fundar vikulega nánar tiltekið á fimmtudögum. Ég og Sólveig hringdum í alla fulltrúa bæjarráðs. Tilgangurinn var að vekja athygli á máli okkar og að fá að kynna það sjálfar út frá okkar sjónarmiðum, spyrja spurninga og leyfa þeim að fá tilfinninguna fyrir okkur, að það væri í alvöru venjulegar fjölskyldur með 7 börn að byggja sér heimili. Sólveg sendi svo bréfið á alla fulltúana.


Við fengum frest á eindaga gatnagerðargjalda á meðan málið okkar var í farveg hjá bæjarráði, eindaginn var alltaf settur föstudaginn á eftir fundinn og því vorum við alltaf mjög stressuð að skoða fundargerðir alla föstudagsmorgna - því við vissum ekki hvenær málið okkar færi fyrir bæjarráð.


Við vorum búin að fá heimild til að vinna jarðvinnuna, en máttum ekki hefja framkvæmdir (slá upp mót til að geta byrjað að steypa) fyrr en búið er að greiða gatnagerðargjöldin.




Síðan fórum við yfir allar fundargerðir bæjarráðs frá því að samþykktin var sett inn og lásum okkur til og leituðum að fordæmum.


17. janúar var svo loksins málið okkar tekið fyrir og því HAFNAÐ ! Þrjú atkvæði gegn tveimur.

Þetta voru vissulega mjög mikil vonbrigði en við fengum örlitla vonarglætu á ný þegar Sólveig minnti okkur á að ef það er ekki einróma samþykki/höfnun hjá bæjarráði að þá verði málinu vísað á bæjarstjórn.


Þá tókum við næsta hring, og hringdum aftur í alla bæjarfulltrúa Kópavogs sem eru 11 talsins, náðum að vísu ekki í alla. Þökkuðum fyrir stuðninginn ef það átti við og vöktum aftur athygli á máli okkar.


Bæjarfulltrúarnir tóku vel í símtölin enda þeirra starf að svara slíkum símtölum. Þetta var klárlega mjög erfitt en alveg þess virði. Við vildum einnig koma því á framfæri að okkur þætti að um geðþóttarákvörðun að ræða, og hvernig gætum við verið viss um að við fengjum sanngjarna málsmeðferð. Þetta er stór skattheimta í gömlu og grónu hverfi, sem er nú þegar með götur, gangstéttir og fleira. Gera má ráð fyrir að lóðarverð í grónu hverfi sé hærra og því erfitt að gera ráð fyrir himinháum gatnagerðargjöldum ofan á lóðarverð. Allir bæjarfulltrúarnir voru mjög skilningsríkir og þægilegt að tala við þau, þrátt fyrir að allir hafi ekki verið sammála okkur.

22. janúar var svo bæjarstjórnarfundurinn haldin

Fundurinn var sýndur í beinni af vef Kópavogsbæjar. Aldrei verið eins spennt fyrir bæjarstjórnarfundi, við vissum fyrirfram að minnihlutinn myndi tala okkar máli svo það var nóg fyrir okkur að fá einn úr meirihlutanum til þess að segja já. Eftir laaanga tvo tíma var kosið, fimm sögðu já, fjórir sögðu nei og tveir sátu hjá sem þýðir að málið okkar var ....


SAMÞYKKT !!

Þvílíkur og annar eins léttir, klárlega þess virði að standa á sínu og láta neiin ekki stoppa sig. Við hoppuðum og grétum af gleði! Við erum að fara öll saman út að borða næstkomandi laugardag og þá verður sko skálað og fagnað.


Gatnagerðargjöldin fara því úr 8,98 millj.kr. niður í 5,39 millj.kr.

Ef ég má svo vitna í bæjarstjórnarfundinn þar sem Bergljót Kristinsdóttir kemur svo vel að orði um gatnargerðina " Hvað er verið að rukka fólk fyrir ? Í þéttingarreitum, þá er búið að byggja götur og leggja lagnir og því ætti eðlilega gatnagerðargjöld að vera lægri sem því nemur. Það væri mjög gaman að fá að vita hver er kostnaðurinn á bakvið þessa tölu sem er verið að rukka, þegar verið er að rukka full gatnargerðargjöld, eins og er í nýbyggingum."


Við erum mjög þakklát með hvernig málið fór hjá okkur, en væri ekki hægt að gera betur ?

Með lægri gatnagerðargjöldum næðist mögulega uppbyggingu gamalla hverfa og þétting byggða, en bærinn hefur möguleika á auknum tekjum í gegnum fasteignaskatt og útsvari. Spurning hversu mikið af þessum gatnagerðargjöldum fara í uppbyggingu gatna í grónum hverfum?


Tips 1: Gerið heimavinnuna ykkar, spyrjið spurninga og lesið lögin/samþykktir/ reglur og fundargerðir
Tips 2: Standið fast á ykkar rétti, það gerir það enginn annar fyrir ykkur. Ekki gefast upp þó á móti blási!
Tips 3: Fáið alla þá hjálp sem þið getið fengið, bæjarfulltrúum/bæjarstarfsmönnum, vinum og vandamönnum
Tips 4: Hringið í bæjarfulltrúana, þau fara með ykkar mál og eru fólk alveg eins og þið. Okkur þótti ótrúlega gott að tala við alla bæjarfulltrúana, líka þá sem kusu gegn okkar máli.
673 views0 comments
bottom of page