top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Gamla húsið - hvað er hægt að nýta?

Updated: Sep 17, 2018

Af hverju notið þið ekki húsið eða gerið það upp?

Við höfum verið OFT spurð af hverju við gerum ekki upp húsið á lóðinni, hvort við ætlum ekki að nýta eitthvað úr því eða byggja á gamla grunninum.



Húsið er byggt árið 1948 úr holsteini (ódýrt byggingarefni á þeim tíma) og seinna þegar húsið var hækkað að aftanverðu, var það úr afgangstimbri. Það var húsnæðisekla á þessum tíma og margir byggðu húsin sín sjálfir en þetta hús var einmitt byggt af upprunalegum eiganda. Af húsinu eru því lítil verðmæti hvort sem er í byggingarefnum eða í byggingar-sögu/-list. Það er aðeins 135 fm og því ekki um stóra framkvæmd að ræða við að rífa það. Talið að það taki einn dag, mestalagi tvo daga.


Húsið var byggt af Karli Þórarinn Bóasson bifvélavirkja, sem var afi seljanda húsins. Seljandin bar miklar taugar til hverfisins, þar sem hún ólst upp að mestu leyti en er spennt að sjá nýtt hús príða lóðina. Það styður stoð undir ástand og verðmæti húsins.


Húsið lítur út fyrir að vera myglað, þakið lekur, kjallarinn er fullur af vatni og lyktin óbærileg.

Hér sést myglan, fúan og lekinn uppi á lofti úr þakinu.


Eftir að hafa verið þarna inni í stutta stund fær fólk óbragð í muninn og margir fá kláða. Lyktin og andrúmsloftið er rakamikið og þungt. Flest upprunalegt, líklega nánast allt nema kannski klósettið sjálft.


Myndir úr stiganum, stofunni og retró eldhúsinu (eina sem er töff í þessu húsi). Spurning að halda eiturgrænu eldhússkápunum?

Myndin hér til vinstri er af kjallara gólfinu.


Húsið hefur ekkert verið viðhaldið og byrjað að leka mikið, það að gera upp húsið myndi líklega kosta okkur meira en að rífa það og byggja nýtt.

1,460 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page