top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Fyrstu steypuvikurnar?

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með fallegu húsinu okkar rísa ! Núna gerast hlutirnir hratt en samt ótrúlega margt sem þarf að huga að. Í okkar húsi tekur lengstan tíma að steypa sökklana, þeir eru líka tenginginn fyrir allt sem kemur á eftir, en okkar hús er á pöllum og aðeins flóknara en kannski hefðbundinn hús í uppsteypun.


Það er búið að steypa þrifalag í stóru holunni okkar en ofan á þrifalagið fara síðan sökklarnir. Þrifalag er lag sem sett er til að jafna undirlagið fyrir sökkla þegar steypt er beint á klöppina eins og við erum að gera, þá þarf ekki að setja púða.Steypuferli sökkla

  • Fyrst eru slegið upp mót eftir teikningum (þ.e. annaðhvort smíðuð mót eða sett saman eftir teikningum). Oftast er byrjað á þriflagi, næst á eftir sökklar og svo koll af kolli...

  • Gott er ef gert er ráð fyrir lögnum, þá er t.d. sniðugt að setja kork þar sem lagnirnar koma. Það er töluvert auðveldara að slá kork út úr steypu en að nota höggvél, enda í okkar húsi um 40 göt sem þarf að gera.

  • Ofan í þessi mót er steypunni hellt ofan í.

  • Steypan harðnar > mótin tekin af!

Þetta er eins og að baka köku, nema þú þarft að búa til mótið sjálf (smíða eða setja saman) og svo bara hellirðu deiginu ofan í mótið - "bakar" og tekur mótið af! Voila!

Á myndunum hér að ofan sést þegar verið er að slá upp mótum fyrir þrifalagið og steypa það, en myndin lengst til vinstri sýnir að það er ekki mikið auka pláss á lóðinni okkar og því örlítið snúið hvar við ætlum að koma öllu verkfærum, mótum, vinnuskúr, byggingakrana og öðru fyrir.


Það tók dágóðan tíma að finna vinnuskúr en í skúrnum þarf auðvitað að vera klósett, rafmagn og vatn, okkar er auk þess með sér verkfærageymslu - aðskylda frá kaffistofunni, sem er auðvitað mikill plús. Taka þarf líka tillit til flutningskostnaðar.


Nýji verktakinn okkar er heitir BF-Verk eða Birkir Fannar Bragason! Mikill snillingur þar á ferð!

Það er greinilegt hvað er í tísku í iðnaðarmannabransanum


Þessi klöpp hefur ekki verið mikill vinur okkar og er í þokkabót mikil uppspretta vatns. Af þeim sökum höfum við þurft að vera með vatnsdælu í gangi allan sólahringinn.


Stöðuvatnið & skautasvellið
Langþráður dagur rann upp þegar fyrstu steypubílarnir komu frá BM Vallá

Þvílíka gleði og hamingja. Við vorum eins og spenntir krakkar að bíða eftir steypubílnum. Það eru vissulega langir og strembnir mánuðir framundan, en gleðin að sjá loksins afrakstur alls erfiðisins eftir alla mánuðina af pappírsvinnu & jarðvegsvinnu er magnaður.


Flestir ef ekki allir segja að verkið sé núna meira en hálfnað - mikið vonum við að það sé rétt!!
Tips 1: Sækið um vatns- og rafmagnstengingu sem fyrst, jafnvel 2 vikum áður en vinnuskúrinn á að koma, því ferlið tekur svo langan tíma
Tips 2: Ef það er mikið vatn í grunninum, borgar sig líklega að kaupa vatnsdælu en ekki leigja hana
Tips 3: Língóið: sláið ykkur upp með því að nota orð eins og "uppsteypun", "að slá upp", "þrifalag", "þarf nokkuð púða ofan á þessa klöpp"
Tips 4: Vinnuskúr: það getur verið erfitt að finna vinnuskúr, bæði á góðu verði og sem er með vatni og rafmagni. Ef þið eruð með verksamning við verktaka, borgar sig að panta vinnuskúr m.v. að fá hann afhentan við upphafsdag verktakans.
1,578 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page