top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Ennnn krúttlegt!!

Ég verð að viðurkenna að þessi fyrirsögn byggir á raunverulegum samtölum við fólk. Þegar við segjumst vera að byggja parhús með vinafólki okkar hefur komið fyrir að fá þessi viðbrögð "ohhhh en krúttlegt!".


Þessar myndir voru teknar af krúttunum okkar við fyrstu skóflustunguna í október 2018

Það vita það allir sem hafa byggt sér hús að það er, kannski því miður, ekkert krúttlegt við það!


Þetta er hörkuvinna, skipulag, mannaráðningar, tilboðsgerð, samningagerð, samningatækni, fjárstýring, fjármögnun, fundarseta, verkfundir, innkaup, hönnunarvinna og margt margt fleira. Fyrir utan vinnuna við að byggja sjálft húsið með hamri. Oftar en ekki fara í innkaup, samtöl við starfsmenn og verkefnastjórnun fram yfir daginn og á kvöldin fáum við tækifæri til að leggja smá vinnuframlag í húsið sjálft. Þó stundum fari kvöldin í skipulag, magntöku, teikningar og verkefnalista fyrir morgunndaginn.



Á þessu tímabili höfum við ráðið hátt upp í +40 manns í vinnu og af þeim því miður þurft að láta nokkra fara af mismunandi ástæðum. Auk þess höfum við þurft að sækja um fjöldan allan af leyfum og samskipti við allt upp í +150 manns. Við höfum greitt langt yfir 1.000.- reikninga til um +40 söluaðila. Við höfum þurft að vera með kynningar inn í bankan, grendarkynningar fyrir nágranna, kynningar til skipulagsráðs og fleiri aðila. Við höfum samið við erlenda og innlenda aðila. Við höfum þurft að láta meta verkstöðu og framvindun af Eflu, við höfum setið við borð á móti stærstu viðskiptajörfum landsins, við höfum þurft að fá matsmann til að meta störf manna innanhús. Við höfum staðið í samningum við birgja og vinnuafl bæði hérlendis og erlendis. Við höfum útbúið, lesið og yfirfarið samninga bæði á íslensku og ensku. Við höfum þurft að leita rétta okkar til lögfræðinga.



Við höfum rekið fyrirtæki með margar milljónir í veltu, með fjölda starfsmanna í vinnu og þurft að leysa ýmis flókinn mál. Við erum ekki bara að byggja pall saman, púsla og í lego, við erum að byggja 540 fm hús í grónu hverfi á Kársnesi.



Það er ekkert krúttlegt við það - það er hörku vinna og meira en margir treysta sér að takast á við!


Tveimur árum seinna erum við enn að þó við sjáum í land. Ferlið hefur verið gífurlega lærdómsríkt og reynt heilmikið á, þó við myndum gera þetta allt aftur!



2018 vs 2020 Yellow is the new black!

598 views0 comments
bottom of page