top of page
 • Writer's pictureEmmaSol

Allt í steypu...

Af hverju við völdum steypu, hvaða aðrir möguleikar eru í boði.....

Síðustu áratugi hefur meginþorri íslenskra húsa verið byggð úr steypu. Við ákváðum þó að fara inn í þetta verkefni með opnum hug og skoða hvaða aðrir möguleikar væru í boði.


Það sem okkur fannst standa upp úr var timburhús, CLT eða steypt hús. Við vorum búin að ákveða að einangra húsið að utan, þannig ákvörðunin var ekki tekin m.t.t. utanhús útlits.


CLT (Cross Laminate Timber) er krosslímdar timbureiningar framleiddar í Austurríki

Byltingakennd og ný framleiðsla á byggingarefni þar sem timbureiningar eru límdar í kross. Þar með er það orðið mikið sterkara og nýtist í burð o.fl. Aðrir eiginleikar eru að brunastaðlar eru hærri en í hefðbundnu timburhúsi, en efnið kolast en brennur ekki. Þetta er orðiði mjög vinsæll efnisviður erlendis og Norðmenn byrjaðir að byggja blokkir úr CLT. Mæli með að youtube-a það, frekar cool.


Kostir:

 • Hagkvæmt: yfirleitt ódýrara en steypan

 • Umhverfisvænt: Loftið inn í húsinu er betra og húsið sjálft umhverfisvænna

 • Mjög fljótlegt í uppsetningu: Kemur frá verksmiðjunni og er sett saman á 5 dögum upp í 2 vikur fyrir einbýli / parhús.

 • Allt leyserskorið: þannig verður gluggaísetning og annað mjög einfalt.

 • Hægt gera ráð fyrir öllum lögnum: enginn/lítil vinna við fræsun, sem er bæði mikið púl og mikil rykvinna

 • Styrkur í efninu: er meiri en í hefðbundnu timbri.

 • Lægri hitunarkostnaður

 • Brunatími langur (kolast)

Gallar:

 • Endursöluverð: það er ódýrara í byggingu og því ódýrara í endursölu. Fasteignasalar og kaupendur eru enn margir hræddir við eitthvað annað en steypu. Sem við teljum þó að eigi eftir að breytast með tíð og tíma.

 • Fjármögnun: greiða þarf fyrir allt húsið í einu en bankarnir lána yfirleitt eftir byggingarstigum en ekki fyrir húsið í heild sinni.

Steypt einingahús

Ég hélt alltaf að steypt einingahús væru ódýrari kostur en að uppsteypun. Eftir að hafa borið saman tilboðin var ljóst að einingarhús voru dýrari en uppsteypt hús á byggingarstað. Ástæðan kun vera að þeir segjast steypa inni, við bestu mögulegu aðstæður, þ.e.a.s. hita og rakastig. Þannig verði steypan jöfn, sterk og gallalaus.

Kostir:

 • Steypa við bestu mögulegu aðstæður

 • Óvissuþáttum fækkar

 • Mjög fljótt í uppsetningu, um leið og steypuninni er lokið er mjög fljótlegt að reisa það, enda í einingum

 • Ekki háð veðri

Gallar:

 • Biðtíminn er mjög langur, 2- 4 vikur að fá tilboð og allt upp í ár að fá húsið afhennt.

 • Líklega dýrasti kosturinn, af þeim sem við skoðuðum.

 • Að okkar mati finnst okkur samskeytinn ekki falleg, en ef ætlunin er að klæða húsið munu samskeytin hvort sem er ekki sjást.

Timburhús einingarhús

Ég hefði aldrei skoðað þennan kost eða hugleitt hann áður, en þar sem við vorum búin að ákveða að klæða og eingangra húsið að utan - þá komu timburhús til greina. Timburhús eru mikið algengari í Evrópu og eru byggð alsstaðar, hvort sem er í Rússlandi, Noregi eða Spáni - en af hverju er byggt svona lítið á Íslandi er í raun áhugavert.

Kostir:

 • Hagkvæmt: Yfirleitt ódýrara en steypan

 • Umhverfisvænt: Loftið inn í húsinu er betra og húsið sjálft umhverfisvænna í efnisvali

 • Mjög fljótlegt í uppsetningu

 • Einingarhúsin innihalda yfirleitt hurðir og glugga líka, oft hægt að fá meiri pakka með á hagstæðari verði

Gallar:

 • Endursöluverð

 • Styrkur/ burður, möguleikar t.d. á stórum gluggum er takmarkaðari en við steypt hús eða CLT

 • Styrkur hefur áhrif á hvernig glugga er mögulega hægt að hafa, t.d. hversu stóra, án þess að bæta við burði

 • Einangrun yfirleitt ekki jafn góð og í steyptum húsum, en með utanhús klæðningu og eingangrun utaná myndum við líklega ná sömu einangrun

Uppsteypun

Steypt hús eru líklega algengasti kosturinn á Íslandi í dag. Þau eru nýtískuleg og líklega teljum við Íslendingar þau vera traust. Staðsteypt, þ.e.a.s. steypt á verkstað.


Kostir:

 • Endursöluverð

 • Traust og sterk

 • Brunastaðall hár

 • Viðhald og líftími langur

 • Halda hitastiginu jafnara

Gallar:

 • Bið eftir hagstæðu og góðu veðri getur tafið verkið, steypa þarf í kjöraðstæðum, ekki ákjósanlegt að steypa í miklu forsti

 • Algengt að fræsa þurfi til við ísetingu á gluggum, en það er bæði mikil vinna, "leiðinleg vinna" og mikið ryk sem fylgir

 • Meiri vinna fyrir rafvirkja og pípulagningarmenn við fræsun og þess háttar.

 • Tekur lengstan tíma í uppsetningu

 • Aðrir hlutir líkt og vinnuskúr/vinnuaðstæður þarf verkkaupi að redda á staðnum


Við tókum ákvörðun að velja uppsteypt hús. Stór ástæða var endursöluverð en stærsta ástæðan var gott verð frá vinum okkar, samstarfið endaði að vísu þegar jarðvinnan fór fram út öllum tímaáætlunum. Í kjölfarið þurftum við að leita á ný mið, allar teikningar m.v. steypt hús og biðtími of langur í CLT eða einingarhús.


Við völdum BF-Verk, sem við fengum meðmæli með og lærðum að reynslunni og gerðum verksamning, bæði hvað varðar verð í verkið og tíma.


Afi minn (Sólveigar), Haraldur Ásgeirsson, efnaverkfræðingur gerði viðamiklar rannsóknir- og þróunarstörf í þágu byggingariðnaðarins á Íslandi þar sem steypa var í fararbroddi, ég veit að honum þætti gaman að fylgjast með þessu ferli okkar og steypu pælingum. Ef hann væri á lífi hefði hann brunn af þekkingu sem myndi nýtast okkur vel í þessu ferli.


Ég vona að ég geti haft fleiri steypuæfingar í þessu ferli heldur en bara húsið, t.d. heita pottinn/ljós/sjónsteyptan vegg/ arinninn/ potta og fleira…. þá verður allt í steypu!

2,380 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page