top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

3D teikningar af húsinu, arkitektúr húsinss...


Módelið sýnir hvernig flæðið á stigunum er á milli hæða og hvernig húsið skiptist á milli pallanna.



Útlit húsins er klassískt, en samt modern og töff

Við vonumst til þess að húsið eldist vel og haldi glæsileika sínum með árunum.

Að framan lítur það út fyrir að vera á þremur hæðum, en er í raun á fimm pöllum.


Jörðin er líka í miklum halla og því setjum við neðsta pallinn neðar og höfum tröppugang upp. Ég hefði aldrei trúað því hvað fór mikill tími í að gera hanna og útfæra tröppurnar. Við erum ánægð með lokaniðurstöðuna, undir tröppunum verður lítil köld útigeymsla, ruslatunnu geymslur á hliðunum, auðvelt að fara niður í bílskúr en líka beint út á götu og húsið tekur vel á móti fólki. Við völdum að hafa stálhandriðið að framan en að aftan er öryggisgler handriðið.


Húsið verður klætt áli/álzinki eða kopar að utan sem flæðir af þakinu og niður húsið. Neðsti hluti húsins verður múrkerfi/steypt (samloku steypumót) eða flísalagt... já við eigum eftir að taka nokkrar ákvarðanir varðandi þetta. Að framan verða svokallaðar ristir harðviðarklæðning (í raun stóru dökku fletirnir).

Myndi af Pinterest (undir möppunni Inspo)

Stórir gluggar að framan eru úr stofunni - sem gefa útsýni yfir voginn, Öskjuhlíðina, Perluna og vísa út á sjó.

Húsið verður því með andstæður í efnisvali, málm - steypu og við. Þar með verður húsið meira lifandi.

Hugsað er til þess að hafa húsið viðhaldslítið að utan - nánast "viðhaldsfrítt"

Húsið er einangrað að utan og því þarf að koma klæðning utan á húsið. Með því að einangra að utan erum við (vonandi) að minnka möguleika á raka/mygluskemmdum.


Álklæðningar eru orðnar mjög vinsælar, enda lítið viðhald (eða nánast ekkert) sem fylgir þeim. Harðviðurinn gránar með árunum en ekki þarf að bera á hann eins og aðrar viðartegundir. Steypa er alltaf bara steypa, þó mismunandi áferðir náist með staðsteypun/forsteypun eða múrkerfum.


Að aftan verða stórar svalir með pöllum. Neðst er gengið út úr hjónaherberginu, en svalirnar fyrir ofan eru 30fm útgengt úr eldhúsi. Með stórum rennihurðum sem hægt verður að renna til hliðar og stækka húsið og veisluna á góðviðrisdögum.


Okkur þótti snjallt að í stað þess að gera þak yfir eldhúsinu, væri hægt að nýta plássið í efri svalir. Við sjáum fyrir okkur að þær svalir séu koníaks og áramótasvalir.

Gert er ráð fyrir potti í garðinum og smá leikplássi. Svalirnar og garðurinn er í suður og því sjáum við fram á æðisleg sumur á pallinum, svo framalega sem veðrið á Íslandi verði ekki að stríða okkur eins og 2018.

Af efri svölunum má sjá glugga sem eru í um 5 m hæð innan í stofunni og gefa stofunni þessa góðu suðurbirtu. Húsið er langt og mjótt og því mikilvægt að passa upp á birtuskilyrði.

Fyrir framan strompinn er svo þessi frægi þakgluggi sem gefur birtu niður allan stigann.

Við geturm ekki beðið eftir því að fallega húsið okkar rísi úr holuni/grunninum myndarlega,en það mun loksins gerast á allra næstu vikum. Hlökkum mikið til að sýna ykkur frá því.


Þangað til höldum við áfram að láta okkur dreyma, klára pappírsvinnuna og ákvarðanatökur varðandi klæðningar/tegund glugga o.fl. #staytuned

Eins og við höfum farið inn á áður, þá er það Trípóli, www.tripoli.is sem hannar húsið.

Tips 1: Mælum með viðhaldsfríum klæðningum, þó þær séu aðeins dýrari, munu þær spara ykkur til lengri tíma. Það verður næs að þurfa ekki að skipta út klæðningu/múra og fleira eftir 10-15 ár.
Tips 2: Einangrun að utan, er það heitasta í dag, til að minnka líkur á rakaskemmdum og myglu innan í húsinu.
Tips 3: Gerið ráð fyrir aðgengi í garðinn, og aðgengi í geymslur bæði að innan og utan frá.
Tips 4: Gerið ráð fyrir ruslatunnugeymslum! Það er svo ljótt að sjá nýtt og fallegt hús með ljótar plast ruslatunnur fyrir utan, í sjónmáli.
Tips 5: Reynið að velja andstæður í efnisvali, það gefur húsinu hreyfingu og líf.
Tips 6: Hvar er útsýnið? Hvað er í suður? Nauðsynlegt að hugsa hvar morgunsólin, útsýnið, suður og skjólið er þegar verið er að hanna hús. Þú vilt ekki sitja á pallinum í norðanáttinni með enga sól seinnipartinn!

#tripoli #tripoliarkitektar #architecture #design #ourhome #ourhouse #emmasol #friendswhobuild

1,592 views0 comments
bottom of page