Þegar maður stekkur til og kaupir hús með plan um að rífa það og byggja nýtt þá þarf að ýmsu að huga.
Er lóðinn á deiliskipulagi bæjarins/borgarinnar eða ósdeiliskipulögðu svæði? Hvað þýðir það? Ef lóðin er á deiliskipulögðu svæði er yfirleitt búið að skilgreina hvað eigi að vera á svæðinu/lóðinni, það geta t.d. verið skilyrði fyrir verslunarekstri eða að þarna eigi að vera fjölbýli, einbýli eða parhús. Hvort það megi vera gistirými eða annar rekstur yfir höfuð. Mörg hverfi eru með deiliskipulag þar sem borginn/ bærinn er búin að skilgreina þennan ramma. Ef um einbýlishúsalóð er að ræða er t.d. búið að ákveða:
Byggingarmagn á lóð (fermertra)
Byggingaramma (hvar húsið má vera staðsett á lóðinni)
Byggingarlínu (hversu hátt húsið má vera, hversu framarlega og hversu aftarlega m.v. kannski önnur hús í götunni).
Það geta líka verið kvaðir á fjöldi horna, tegund þaka o.fl.
Það er ekki eins og þegar maður kaupir lóð á skipulögðu deiliskipulagi. Það er algengara í gömlum hverfum að það er ekki búið að útbúa deiliskipulag. Þá er ekki búið að ákveða byggingarmagn á lóðinni, jafnvel engar stærðir.
Húsið sem við keyptum var sem sagt á óskipulögðu deiluskipulagi. Þar að leiðandi var ekki búið að ákveða leyfilegan byggingarreit, hversu þétt byggðin á að vera, hvort þarna megi vera parhús, hversu stórt húsnæði o.s.frv.
Í raun voru ekki einu sinni til nákvæmar mælingar fyrir lóðinni t.d. hæðarmælingar eða nákvæmar lengdar/breiddarmælingar.
Í upphafi óskuðum við því eftir að lóðinn yrði mæld, bæði efst í lóðinni, hornum og þvert yfir lóðina ásamt lengdar og breiddarmælingu ef þær væru ekki til.
Það tók viku að fá Kópavogsbæ í að panta menn frá Eflu til að mæla upp lóðina. Eftir að við vorum búin að opna teikningar hjá öllum nágrönnum fundum við gamlar mælingar af lengd og breidd lóðar, sem við sendum á bæjinn og þau ákváðu að fara eftir. Þá var bara eftir að fá hæðarmælingar.
Og ohhh my.
Í stuttu máli þá hringdi í ég í byggingafulltrúa og mælingarmann til skiptist í cirka 10 skipti þar sem þeir voru ekki duglegir að tala beint saman og skilaboðin mismunandi.
Líklegast hefur forgangsröðin ekki verið á hæðarmælingum hjá okkur.
Sólveig: "Hæ, kemst þú í að mæla hæðarmælingarnar þvert í gegnum lóðina í dag?"
Mælimaður frá Eflu :" Já, en ég þarf staðfestingu frá byggingafulltrúa"
Sólveig: "Hæ, getur þú staðfest við x að hann megi mæla þvert í gegnum lóðina".
Byggingarfulltrúi: " Já ég skal gera það".
.....
Daginn eftir:
Sólveig: "Eru mælingar komnar frá Eflu?"
Byggingarfulltrúi: "Nei engar mælingar komnar"
Sólveig: "Hæ varstu ekki búin að fá staðfestingu frá byggingarfulltrúa".
Mælimaður frá Eflu: "Nei, bara hornamælingum en ég þarf annað tæki til að mæla þvert yfir og því sérstakt leyfi".
Daginn eftir:
Sólveig: "Hann er ekki enn búin að fá leyfi frá ykkur?"
Byggingafulltrúi: "Nei, skjalastjóri segist vera með þessar mælingar"
Sólveig: "Nú það eru nýjar fréttir, getið þið sent mér þær"
Byggingarfulltrúi: "Skjalastjórinn er ekki við - læt hana senda þér"
Ekkert gerist..
... svona gengur þetta framm og aftur þar til skjalastjórinn viðurkennir að þau eigi ekki til þessi gögn. Byggingarfulltrúi sendir loksins út staðfestingu á að það megi mæla.
Fyrst mældi mælingarmaðurinn bara hornamælingar en að lokum eftir ítrekanir mældu þeir líka þvert í gegnum lóðina. Þetta ferli tók um 3- 4 vikur.
Harðduglegur mælingarmaður mættur á staðinn.
Næst á dagskrá hjá okkur var að reyna að komast inn á fund skipulagsráðs. Eftir að hafa sent gögnin inn í tíma, tilkynnti skipulagið að þau hefðu bara ekki haft tíma í að kíkja á gögnin og hvað þá undirbúa þau fyrir skipulagsráð. Þetta fannst okkur mjög ófagmannleg svör og vinnubrögð. Fólk leggur mikla vinnu á sig að útbúa gögn með arkitektum og í framkvæmdum kostar tími mikla peninga.
Skipulagið (arkitektar, skipulagsstjórar) sögðu okkur að umsóknin færi aldrei í gegn svona... Og þar með byjaði ferlið að vinna með skipulaginu að vinna umsókn sem yrði samþykkt að senda áfram án samþykktar til að fá leyfi til að fara inn á skipulagsráð.
Af því við erum að fara að byggja á ódeiliskipulögðu svæði var gerð krafa á okkur um að við þyrftum að undirbúa byggingarleyfi
Undirbúa byggingarleyfi fyrir fund byggingarfulltrúa og útbúa húsakynningu.
Það felst í því að senda inn umsókn um byggingarleyfi og í okkar tilfelli líka niðurrifs umsókn inn á fund byggingarfulltrúa. Þessi umsókn var þó bara formsins vegna. Því skiljanlega vorum við ekki að fara leggja alla vinnuna í það strax (það er margra klukkustunda vinna með arkitektum o.fl.), fyrir eitthvað sem við vissum ekki hvort yrði samþykkt.
Húsakynning er kynning á húsunum í nágrenninu.
Það felst í stærð húsana (í fermetrum), tegund byggingarefnis, arkitekt og tegund þaks og stíl húsa, ásamt myndum. Skipulagið ákveður hvaða hús fara í húsakynninguna, oft er þessi kynning gerð af skipulagsdeildinni en það getur tekið lengri tíma. Við ákváðum því að útbúa hana sjálf, eða réttara sagt fá arkitektana okkar til að útbúa húsakynninguna.
Það hafði verið hefð fyrir því að skipulagið samþykkti áður en formleg umsókn um byggingarleyfi færi framm, þessu ferli hefur verið breytt og því þurftum við að senda umsókn um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa, til þess eins að fá vilyrði fyrir því að þetta myndi fara áfram og þvínæst færi þetta skipulagsráðs.
Tips 1: Best er að kaupa á skipulögðu deiluskipulagi - en þá ertu komin með fyrirfram ákveðnar takmarkanir og kannski minna svigrúm en þú veist þá að hverju þú gengur. Í flestum tilfellum er hægt að finna hvort svæðið sé ódeiluskipulagt eða ekki inn á heimasíðu bæjarfélagsins/borgarinnar.
Tips 2: Hringja og hringja og aftur hringja - jafnvel mæta á svæðið. Email, eru góð líka til að hafa tímasetningar - en best og sterkast að mæta á svæðið til að ýta málunum áfram.
Tips 3: Þó þið séuð með fagaðila (arkitekta o.fl.) er alltaf sterkt að ýta og vinna mikið í málunum líka sjálf. Ef þið viljið að málin fari hraðar í gegn.
Tips 4: Til að fá að rífa hús, þarf að liggja fyrir samþykkt byggingarleyfi, það þýðir því ekkert að drífa sig og rífa húsið - enda myndi þá bara standa auð hola í einhvern LANGAN tíma. Þið gætuð líka fengið sektir og kærur frá bæjarfélaginu og þurft að bíða lengur en ella. Það þarf að sækja um byggingarleyfi og niðurrifsleyfi sem yfirleitt er samþykkt samhliða.
Comments