top of page
  • Writer's pictureEmmaSol

Tækifærið - hvernig kaupi ég draumahúsið?

Emilía hafði rekist á fasteigna auglýsingu á gömlu húsi á Marbakkabrautinni út á Kársnesi í Kópavogi. Húsið væri líklega ónýtt og því spyr hún mig ráðleggingar hvað ég myndi bjóða í lóð á þessum stað.

Á þessum tíma var ég og Karl búin að liggja yfir fasteignamarkaðinum í Vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnanesi, við gátum ekki að hugsa okkur að fara austur yfir Suðurgötuna!

Eeeeen þegar Emilía hringdi var enn eitt húsið búið að renna úr greipum okkar. Ég segi Emilíu, án þess að hafa skoðað þetta nokkuð, þá myndi ég kannski bjóða 30 millj.kr. en Emilía og Róbert voru búin að vera að leita lengi úti á Kársnesi. Þau höfðu sjálf búið á Marbakkabraut 10, húsinu á móti.


Um kvöldið ræðum við Karl saman og ákveðum að bjóða Emilíu og Róberti að kaupa þessa lóð með þeim og byggja parhús á lóðinni. Lóðin virðist bera parhús, mögulega með útsýni, rótgróið hverfi og ekki of langt í miðbæ Reykjavíkur. Í raun fannst okkur þetta vera tækifæri sem væri of gott til að sleppa. Við lágum alla nóttina yfir teikningu, nýtingarhlutföllum nágrannahúsa, fjármögnun og fleiru.

Á tveimur dögum vorum við (eða Róbert og Emilía) búin að skoða húsið (meta það ónýtt) og bjóðum, fjögur saman, 35 millj.kr

Með það markmið að rífa það og byggja parhús. Húsið stendur þó á ódeiliskiplögðu svæði og því var viss áhætta að kaupa húsið án byggingaleyfis og parhúsaleyfis, en líka mögulega tækifæri til að byggja stærra en á skipulögðu svæði.


Á laugardeginum var tilboðið farið í gegn og við að fara í heljarinnar verkefni.

Við mátum sem svo að við myndum "alltaf" geta selt eignina, á hvaða byggingastigi sem er í þessu rótgróna hverfi. Ef við fengjum ekki leyfin, þá myndum við reyna að selja eða byggja einbýli og selja.Í upphafi töldum við að það ætti að vera auðveldara að lána og fjármagna lóðarkaup og framkvæmdir þegar um væri að ræða fjóra einstaklinga. Því miður flækir það allt ferlið og fjármögnuninn reyndist og mun vera erfiðara þangað til við getum skipt lóðinni upp í tvær lóðir (þ.e.a.s. ekki fyrr en húsið er farið). Möguleikarnir eru:

1. Að stofna hlutafélag, á óhagstæðari vöxtum, lægri veðhlutfalli og sjálfsábyrgð hjá hvort öðru.
2. Fjármagna kaupinn án fasteignalána / lóðarlána eða veðsetningar þangað til lengra er komið.

Það eru kostir og gallar á hvorn vegin sem er, sem við fórum yfir en ákváðum að fjármagna verkefnin á eigin vegu í sitthvoru lagi.


Tips 1: Búðu til tækifærið úr því sem er í boði. Ekki vera föst á staðsetningu. Daumaíbúðin / húsið er ekki endilega á síðum fasteignavefanna.
Tips 2: Í tilboðinu þá frestuðum við stóru greiðslunni 2 vikum fyrir afhendingu, en ekki við kaupsamning líkt og tíðkast. Þannig spöruðum við okkur vaxtakostnað í 2,5 mánuð.
Tips 3: Yfirleitt er auðveldara að kaupa lóð á deiluskipulögðu svæði þar sem þið vitið hver byggingareiturinn er og hvað má byggja á lóðinni.
Tips 4: Það er töluvert flókið að fjármagna framkvæmdir fyrir fjóra einstaklinga á einni lóð. "We have learned our lesson" Og í raun auðveldara að kaupa sem einstaklingur eða í hlutafélagi.

962 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page